Frequently Asked Question
Ljósleiðarar flytja ekki rafmagn og því er ekki tryggt að heimasímaþjónustan virki í rafmagnsleysi með sama hætti og þegar heimasímaþjónustan er tengd um koparlínu.
Ef þú ert með öryggiskerfi eða neyðarhnapp sem eru tengdir við koparlínuna er mikilvægt að þú hafir samband við öryggisfyrirtækið þitt og látir það vita af þessari uppfærslu með góðum fyrirvara (ekki seinna en 3-5 virkum dögum fyrir uppfærsluna). Öryggisfyrirtækin vita af uppfærslum á heimasímatengingum og bjóða samhliða upp á uppfærslur á tengingum við öryggiskerfin.
Athugið að Snerpu er óheimilt að hafa samband við öryggisfyrirtækin vegna uppfærslna á stökum tengingum og því er mikilvægt að þú hafir samband við þá sjálf(ur).
Ef það er rafmagnslaust og þú þarft að hringja þá mælum við með notkun farsíma til þess.