Frequently Asked Question

Af hverju er inntaksgjald á ljósleiðaranum?
Last Updated 3 years ago

Til að veita ljósleiðaraþjónustu þarf að leggja lagnir og setja upp búnað, það þarf að setja upp nýtt inntak í hús og lögn frá því að þeim stað sem á að nota tenginguna. Yfirleitt eru lagnaleiðir fyrir hendi og í þeim tilfellum er hægt að bjóða þessa vinnu fyrir fast verð. Innifalið í inntaksgjaldi er því allt að 2 klst. vinna við uppsetningu innanhússlagna. Komi í ljós að kostnaður sé etv. meiri er það skoðað í samráði við húseiganda og metnar mögulegar leiðir. Sé þessi lagnavinna unnin gegn föstu gjaldi er það starfsmaður Snerpu sem velur lagnaleiðina í samráði við húseiganda og er leitast við að fara sem hagkvæmustu leið en þess um leið gætt að fylgt sé reglum um heimtaugar sem Póst- og fjarskiptastofnun gefur út.

This website relies on temporary cookies to function, but no personal data is ever stored in the cookies.
OK

Loading ...